Marinó Álfgeir Sigurðsson

Marinó er tveggja stráka faðir úr Fossvoginum. Hann er latur rafvirki sem finnur ávallt styðstu leið að úrlausn allra vandamála. Marinó skilur eftir sig birtu hvar sem hann kemur.

Marinó kaus að koma í viðtal um sína rútínu.

1. Hvaða þýðingu leggur þú í hugtakið rútína? Hvað þýðir rútína fyrir þig?

Fyrir mér er rútína er það sem maður gerir daglega virka daga, og svo er það hin heilaga sunndagsmorgunrútína.

2. Ertu með einhverja grunn-rútínu? Er hún mismunandi?

  • Þetta er góð spurning… sko sumt í mínu lífi er ekkert nema chaos, en ég er markvist að fækka og minnka þá hluti.
  • Grunn-rútínan er morgunrútínan sem er nánast alltaf eins: að snúsa einu sinni, það er bara svo gott að sofna strax aftur, en svo á ég stutt samtal við sjálfan mig, því fátt er mikilvæara en að fá faglega ráðgjöf frá fagmanni snemma dags, eftir ráðgjöfi og rökræðu er niðurstaðan oftast er á þessa leið: “Ok vaknaður, af stað…”, kveikja á kaffivélinni og fá mér eitt kalt vatnsglas áður en ég klæði mig.

3. Hver er þín rútína?

  • Dagleg
    • Morgunrútínan
  • Vikuleg
    • Rútínan er mismunandi eftir vikum. Með og án strákanna minna. Í rútínu með strákunum þá vakna ég fyrr og mæti seinna í vinnuna. Rútínan byrjar á minni persónulegu rútínu, svo að vekja strákan til að fara í skólan, setja morgunmat á borðið og útbúa nesti. Borða morgunmat saman og svo að koma okkur öllum út. Inní þessari rútínu eru stundum nokkur vinnusímtöl fyrir kl. 8.
    • Kvöldrútínan er svipuð hvort sem ég er með strákana mína eða ekki. Kem heim eftir vinnu, stundum stoppa ég í búðinni. Fer alltaf beint í sturtu, um leið og ég kem heim og eftir það er einhverskonar eldamennska og horft á kvöldfréttir. Stundum er verið að læra, stundum horfa á mynd, stundum farið út að leika.
    • Þegar ég er barnlaus þá vakna ég yfirleitt aðeins seinna og geri mína persónulegu morgunrútínu en mæti fyrr í vinnuna. Tek samt þessi hefðbundnu vinnusímtöl á morgnanna.
    • Vegna covid er lífsgæða rútínan í rugli 😊
  • Árleg rútína
    • Á sumrin iðka ég hjólreiðar 1 – 3 í viku. Þetta eru markvissar æfingar á hraðskreiðu hjóli þar sem ég legg mig fram um að vera frekur miðaldra hvítur karlmaður sem þykist eiga heiminn, þegar ég er kominn á fulla ferð skulu allir víkja fyrir mér og virða það að hér er það ég sem á allan rétt og er ekki að fara að bremsa fyrir einn né neinn.

4. Hvað með rútínu í kringum svef, mat, hreyfingu, tómstundir? Hvenær ferðu að sofa, hvenær vaknar þú? Hvað borðar þú, hvenær og með hverjum? Hvaða hreyfingu stundar þú, hvenær og hvernig? Tómstundir, hvenær, hvaða, hvernig?

  • Þegar kemur að svefni reyni ég að vera sofnaður alltaf fyrir miðnætti og reyni að vakna aldrei seinna en 7:20, en það tekst ekki alltaf.
  • Í kringum mat þá er ég vegan en borða einstaka sinnum dýraafurðir, samt aldrei af öðrum dýrum en þeim sem eru vegan. Ca. 80% vegan og 20% annarrar kynslóðar vegan. Í vinnunni um daginn og beðinn um að gera það sem ég geri best svo að sjálfsögðu fór ég og fékk mér að borða!!!

5. Finnst þér gott að komast í rútínu eftir frí?

Já. Mér finnst rútínan nauðsynleg. Þ.a. ef ég er ekki í rútínu þá verð ég fljótt þreyttur og aðgerðarlaus og koðna fljótt niður.

6. Hvað með rútínu í smáatriðum, s.s. það sem þú gerir áður en þú ferð að sofa eð um leið og þú vaknar? HVernig þú skerð niður hráefni í matargerð?

Ég er alltaf með sömu rútínuna í þvottahúsinu: henda þvottinum inn í vélina, snúa einn til hægri og ýta á start. Meira að segja strákarnir mínir geta gert þetta þó það reynist þeim stundum erfiðara en að tengja saman playstation og símanna sína og vera svo plötusnúðar sem spila tónlist inni í tölvuleiknum þ.a. allir spilarar heyra. Sunnudagsmorgunrútínan mín innheldur alltaf stóran rjúkandi heitan kaffibolla með tveimur súkkulaðimolum, eins lítið klæddur sem aðstæður og velsæmi leyfa og snúa alltaf í austur.

7. Hvað með rútínu í stóra samhenginu – fæðast, lifa, deyja?

Stóra rútínan mín er akkúrat svona – fæðast, lifa vel og vonandi lengi og deyja svo með stæl. Það eru þó yfirgnæfani líkur fyrir því ég verði mun lengur dauður en lifandi svo þangað til það er mjög mikilvægt að nota tíman vel og vera í góðri rútínu.

Comments are closed.