Karen Ómarsdóttir

Karen er 47 ára tveggjabarna móðir. Hún er í sambúð og á tvö fósturbörn.

Karen er alin upp í Kópavogi, var í Snælandsskóla og Iðnskólanum, varð 17 ára móðir. Hún hefur starfað sem verslunarstjóri síðustu 20 ár hjá sex mismunandi vörumerkjum. Hún hefur gaman af útiveru, hreyfingu, fallegum fötum og elskar fjölskyldu- og vina samverustundir.

1. Hvaða þýðingu leggur þú í hugtakið rútína? Hvað þýðir rútína fyrir þig?

Venjur/lífsstíll. Þær venjur sem henta mér og láta mér líða vel dags dalega verða að lífsstíl = rútínu.

2. Ertu með einhverja grunn-rútínu? Er hún mismunandi?

Já – jákvætt hugarfar/viðhorf

3. Hver er þín rútína?

Mín persónulega dag-rútina er eins milli vikna en helgarnar eru ólíkar að því leyti að við erum samsett fjölskylda og því ólíkar venjur á helgi 1 og helgi 2. Helgi 1 erum við mörg og helgi 2 oftast bara tvö. Rútína mín varðandi hreyfingu breytist smá  eftir árstíðum, vor og sumar hreyfi ég mig  utandyra og svo fer ég kannski meira inn í ræktina og nota þá meira tímatöfluna þar á haustin og yfir veturinn, ég er mjög vanaföst þar. Sömu tímarnir aftur og aftur! Rútinan mín er meira og minna eins yfir allt árið, það er helst sumarfrí sem stokkar þessu upp enn þá er samt grunn-rútínan mín alltaf inni eins og að byrja á kaffibolla og jákvæðu hugarfari.

4. Hvað með rútínu í kringum svef, mat, hreyfingu, tómstundir? Hvenær ferðu að sofa, hvenær vaknar þú? Hvað borðar þú, hvenær og með hverjum? Hvaða hreyfingu stundar þú, hvenær og hvernig? Tómstundir, hvenær, hvaða, hvernig?

Ég er A manneskja og er því nánast alltaf sofnuð um kl. 23 og vöknuð fyrir kl. 7. Ég hreyfi mig á milli kl 7:45 og 9 á morgnana. Ég er kannski ekki með svo mikla rútínu í kringum mat, mér finnst kvöldmaturinn mikilvægastur, honum ver ég með mínu besta fólki, stundum erum við bara tvö, stundum við öll og mjög oft bara við mæðgurnar saman – við borðum allskonar.

5. Finnst þér gott að komast í rútínu eftir frí?

JÁ. það allra besta er rútína eftir gott frí

6. Hvað með rútínu í smáatriðum, s.s. það sem þú gerir áður en þú ferð að sofa eð um leið og þú vaknar? HVernig þú skerð niður hráefni í matargerð?

Mín daglega rútína byrjar á kaffibolla, jákvæðu hugarfari og hreyfingu, smá tíma fyrir sjálfa mig svona ca. klst. og svo tekur vinnan við. Kvöldmatur og svo finnst mér best að hafa kvöldin ekki plönuð og þá skapast tími til að gera ehv. sem líðan mín kallar á hverju sinni – fjallgöngu, göngutúr, fjölskyldu eða vinkonustund, tiltekt eða bara hvað sem er. Ég kem alltaf smá útiveru inn í daginn  – það er mitt besta meðal!  Það er alltaf sama rútinan fyrir svefn hjá mér, heitt bað, viss húð-rútína og bursta. Ég þarf líka alltaf að labba yfir heimilið mitt fyrir svefn og passa að allt sé á sínum stað, finnst óþægilegt að skilja eftir dót og drasl hér og þar – get þá ekki sofnað haha var bara að fatta núna að þetta er ómeðvituð rútína hjá mér!  Þannig ég er mjög vanaföst og rútíneruð i byrjun og lok dags.

7. Hvað með rútínu í stóra samhenginu – fæðast, lifa, deyja?

Lífið er held ég falleg rútína frá fyrsta degi til þess síðasta. Hún breytist bara á milli aldursskeiða, ég elska þessa miðaldra rútínu sem ég er í núna.

Comments are closed.