Hilmir Árnason

Hilmir er 21 árs gamall tónlistarnemandi í FÍH. Hann spilar á gítar og er
mikill tónlistarunnandi. Þegar hann er ekki að sinna tónlistinni starfar hann í hlutastarfi hjá Innheimtustofnun sveitafélaga.

1. Hvaða þýðingu leggur þú í hugtakið rútína? Hvað þýðir rútína
fyrir þig?

Stöðugleiki. Ef eitthvað er komið í rútínu, er það auðveldara. Það er
mikilvægt fyrir mig í gítar því að venja sig á að æfa sig á hverjum degi er
erfiðara að sleppa því heldur en að gera það. Heldur manni við efnið, verður inngróið í heilann.

2. Ertu með einhverja grunn-rútínu? Er hún mismunandi?

Í augnablikinu er ég bara heima, eins og margir. Ég vakna um 9, fer fram og fæ mér kaffi og geri spurningaþraut Stundarinnar. Þetta geri ég á hverjum degi. Spurningarnar eru svo skemmtilegar því þær fjalla um svo mikil að málefnum og það gefur tækifæri til að læra eitthvað nýtt.

3. Ertu með aðra rútínu?

Ég er með rútínu inni í rútínu. Það er rútína að æfa sig á gítarinn og svo
er rútína inni í því t.d. að æfa ákveðna teoríu eða þess háttar. Sem dæmi æfi
ég skala og síðan lag og síðan fer ég í teoríuna.

Að fara í vinnuna er mikilvægt því það heldur mér stöðugum. Ég fæ að mæta á vinnustaðinn og er mjög þakklátur fyrir það.

Kl. 9:05 á föstudögum er ég oftast í vinnunni, en án feils set ég á mig heyrnartól og hlusta á Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. Annað podcast hlusta ég á, á sunnudögum kl. 10:05, en þá er Tvíhöfði. 

4. Hvað með rútínu í kringum svef, mat, hreyfingu, tómstundir?
Hvenær ferðu að sofa, hvenær vaknar þú? Hvað borðar þú, hvenær og með hverjum? Hvaða hreyfingu stundar þú, hvenær og hvernig? Tómstundir, hvenær, hvaða, hvernig?

Ég fer að sofa um 12 – 1 venjulega og reyni að vakna um 8 – 9.

Ég borða oftast hádegismat heima. Borða aldrei morgunmat. Síðan einhverjar millimáltíðir og síðan kvöldmat. Borða oftast kvöldmat með fjölskyldunni en stundum með félaga mínum þegar við erum í tölvuleik, t.d. á mánudögum eða þriðjudögum.

Ég reyni að fara út að labba einu sinni á dag. Það er líka mikil hreyfing að vera í þungarokkshljómsveit. Við æfum einu sinni í viku. Þú svitnar alveg af því sko.

En ég reyni að klára allt sem ég þarf að læra, klára tónlistarnámið sem 8 daga vinnudag og vera svo með kvöldið frjálst. Þá finnst mér gaman að spila tölvuleiki og lesa.

5. Finnst þér gott að komast í rútínu eftir frí?

Já, mér finnst það erfitt en það er gott þegar rútínan kemst í lífið aftur.

6. Hvað með rútínu í smáatriðum, s.s. það sem þú gerir áður en þú
ferð að sofa eða um leið og þú vaknar? Hvernig þú skerð niður hráefni í matargerð?

Ég er heppinn að vera að læra það sem ég hef áhuga á en það kemur fyrir að ég sé að vinna í einhverju leiðinlegu og þá finnst mér mikilvægt að enda á einhverju skemmtilegu.

 

Comments are closed.